Úrslitakeppni dominos kv: Valur - Fjölnir, í dag kl. 18:00

Þriðji leikur Vals og Fjölnis í undanúrslitaeinvígi liðanna í dominos deild kvenna í körfuknattleik fer fram föstudaginn 21. maí í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi á Stubb appinu og er stuðningsfólk hvatt til  að mæta í rauðu, mæta tímalega og kaupa borgara á grillinu hjá Fálkunum.

Með sigri tryggja stelpurnar sér farseðilinn í úrslitaseríuna!  Ársmiðahafar sendið tölvupóst á urslitakeppni@gmail.com með:

  • Nafni
  • Kennitölu
  • Símanúmeri 
  • Tegund árskorts og númer korts