3. flokkur kvenna deildarmeistari

Þriðji flokkur Valskvenna fengu í gær afhentan deildarmeistaratitilinn í handbolta en liðið varð hlutskarpast í deildarkeppninni með 15 stig eftir 8 leiki. Í öðru sæti var HK með 13 stig eftir 9 leiki. 

Hrannar Hafsteinsson afhenti liðinu deildarmeistarabikarinn í gær í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Við óskum stelpunum og öllum sem að liðinu standa til hamingju með titilinn.