Úrslitaeinvígi dominos deild kv: Valur - Haukar, í kvöld kl. 20:30

Úrslitaeinvígi Vals og Hauka í dominos deild kvenna hefst í kvöld þegar liðin mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Leikurinn hefst klukkan 20:30, eða beint í kjölfarið af leik Vals og Breiðablik sem fer fram á Origo-vellinum klukkan 18:00. 

Miðasala fer sem fyrr fram í gegnum Stubbinn:  https://stubbur.app/ 

Ef þörf krefur verður selt í D stúku að auki og eru þá gestir í D5 og D4 en Valur í D3, D2 og D1. Sjá mynd af svæðaskiptingu hér að neðan. 

Ársmiðahafar næla sér í miða með því að senda eftirfarandi upplýsingar á urslitakeppni@gmail.com.

  • Nafn
  • Kennitölu
  • Símanúmer
  • Tegund ársmiða & númer 
Mætum öll sem eitt og styðjum stelpurnar til sigurs!