Kristján Sindri í úrtakshóp U15

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi á dögunum úrtakshóp sem kemur saman til æfinga dagana 14.-17. júní næstkomandi á Selfossi. 

Í hópnum er Valsarinn Kristján Sindri Kristjánsson og óskum við honum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.