Undanúrslit Olís karla: Valur - ÍBV, föstudag kl. 20:00

Valur tekur á móti Eyjamönnum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handknattleik föstudaginn 11. júní í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Valur vann fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og stendur vel að vígi en liðið með betri árangur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram í úrslitaeinvígið

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er búið að opna fyrir miðasölu í gegnum Stubbinn og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn. 

Hér að neðan má sjá svæðisskipulag fyrir leikinn.