Þrír Valsarar með U19 á EM

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem fara á EM 19 ára liða í Króatíu dagna 12.-22. ágúst.

Mótið fer fram í Varazdin í norðurhluta landsins og er íslenska liðið í riðli með Serbíu, Slóveníu og Ítalíu. 

Í hópnum eru þrír Valsarar, þeir Andri Finnsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Breki Hrafn Valdimarsson. Þá eru Áki Hlynur Andrason og Tómas Sigurðarson til vara. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í Króatíu.