Hildur og Lilja með U18 til Danmerkur

Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum 16 leikmenn sem leika tvo vináttulandsleiki gegn Dönum ytra dagana 8. og 9. október næstkomandi.

Liðið hefur æfingar laugardaginn 4. október og heldur utan fimmtudaginn 7. október. Í hópnum eru tvær stúlkur úr Val, þær Hildur Sigurðardóttir og Lilja Ágústsdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis út í Danmörku.