Sex Valsarar til úrtaksæfinga með U17 ára kvenna

Magnús Örn Helgason landsliðsþjálfari U17 valdi á dögunum hóp sem kemur saman til úrtaksæfinga dagana 3. - 5. nóvember næstkomandi. 

Í hópnum eru sex Valsarar, þær Eva Stefánsdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir, Hugrún Lóa Kvaran, Katla Tryggvadóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir og Snæfríður Eva Eiríksdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í æfingunum.