Fjórir Valsarar til úrtaksæfinga hjá U15 í fótbolta

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 10. -12. nóvember næstkomandi. 

Í hópnum eru fjórir drengir úr Val, þeir Benedikt Jóel Elvarsson, Thomas Ari Arnarsson, Tómas Johannessen og Víðir Jökull Valdimarsson. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.