Glódís María og Kolbrá Una í æfingahóp U16

Magnús Örn Helgason, þjálfari U16 ára kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 17. - 19. nóvember næstkomandi. 

Í hópnum eru Valsarnir, Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir en þær leika báðar með kvennaliði KH. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.