Íþróttamaður Vals í streymi klukkan 12:30 gamlársdag

Á gamlársdag fer fram venju samkvæmt, val á Íþróttamanni Vals. Þetta verður í 29. skipti sem að valið fer fram og verður valið kunngjört með óhefðbundnu sniði vegna aðstæðna í samfélaginu. 

Val á íþróttamanni Vals skipar veigamikinn sess í starfi félagsins og verður viðburðurinn sýndur á netinu - Streymi með upptöku frá valinu birtist á facebook síðu félagsins klukkan 12:20 og útsending hefst stundvíslega klukkan 12:30.

Smelltu hér til að fara inn facebook síðu Vals og horfa á streymi frá viðburðinum.