Brynja Katrín í U18 hópnum sem mætir Færeyjum

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson völdu á dögunum hóp sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum dagana 4. og 5. júní næstkomandi. 

Í hópnum er Valsarinn Brynja Katrín Benediktsdóttir auk þess sem Berglind Gunnarsdóttir er til vara. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu framunda.