Kvennakvöld Vals 14. október

Kvennakvöld Vals verður haldið þann 14. október næstkomandi og hvetjum við Valskonur sem og aðrar konur til að tryggja sér miða í tæka tíð. Svali Björgvinsson sér um veislustjórn, Selma Björnsdóttir tekur lagið og Andrea Jóns þeytir skífum langt fram á nótt.

Dagskráin byrjar á "Gleðistund" í fjósinu klukkan 18:00 og fjörið í Hátíðarsal félgsins klukkan 20:00. Happdrættið verður að sjálsögðu á sínum stað með fjöldan allan af glæsilegum vinningum. 

Miðasala fer fram á Stubb-appinu og á skrifstofu Vals.

  • Stakur miði: 8.500
  • 10 kvenna borð: 80.000

Látið ekki þennan frábæra viðburð framhjá ykkur fara - Allar konur velkomnar.