James Hurst til liðs við Val

Enski knattspyrnumaðurinn James Hurst er genginn til liðs við Val og mun leika með okkur Valsmönnum í sumar. James kemur til okkar frá enska félaginu West Bromwich Albion, en hann er nú þegar kominn með leikheimild og ætti því að vera gjaldgengur í fyrsta leik gegn Fylki á mánudag.

James hefur leikið hér á landi áður en hann var lánsmaður hjá ÍBV árið 2010. Hann er fæddur 1992 og kemur sem fyrr segir til okkar frá WBA. James hefur m.a. leikið með Portsmouth, WBA, Birmingham, Blackpool og nú síðst Shrewsbury. þá hefur James leikið 20 leiki með yngri landsliðum Englands frá U16-U20.

 

Það er ljóst að James mun styrkja lið okkar ennfrekar fyrir komandi átök í Pepsídeild karla og verður gaman að fylgjast með honum og liðinu í sumar.

Áfram Valur.