Magnús Gylfason tekur sér frí frá þjálfun.

6.10.2014

Knattspyrnufélagið Valur og Magnús Gylfason hafa komist að samkomulagi um að Magnús láti af stöfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Magnús og Valur hafa átt afar farsælt samstarf undanfarin tvö ár og er ákvörðunin fyrst og fremst Magnúsar þar sem hann hyggst taka sér frí frá þjálfun. Valur þakkar Magnúsi kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og vonar félagið að samstarf verði á öðrum sviðum fótboltans sem allra fyrst. Valur mun nú hefja leit að nýjum þjálfara í stað Magnúsar og skýrast þau mál á næstu vikum.Athugasemdir