Baldvin Sturluson genginn til liðs við Val

Baldvin Sturluson, 25 ára knattspyrnumaður er genginn til liðs við Val frá Stjörnunni. Baldvin hefur spilað 90 leiki í efstu deild og skorað í þeim 10 mörk. Baldvin skrifar undir þriggja ára  samning við knattspyrnudeild Vals.
Baldvin Sturluson er uppalinn í Stjörnunni en lék hluta síðustu leiktíðar að láni hjá Blikum.  Baldvin er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað í vörn og á miðju. Knattspyrnudeildin er mjög ánægð með að hafa fengið Baldvin til liðs við félagið.