Ingvar Þór Kale til liðs við Val

Ingvar Þór Kale, 31 árs gamall markmaður er genginn til liðs við Val og skrifaði undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins. Ingvar kemur til Vals frá Víkingi. Það er skemmtileg tilviljun að Ingvar á 31 árs afmæli í dag.

Ingvar Þór Kale á að baki 239 leiki í meistaraflokki með KS, Berserkjum, Blikum og Víkingum. Ingvar varð Íslandsmeistari með Blikum 2010 en gékk aftur til liðs við Víkinga árð 2013 og hefur verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Ingvar hefur verið einn af betri markmönnum landsins undanfarin ár og á leiki með yngri landsliðum að baki. Það er því mikill styrkur fyrir Val að fá jafn leikreyndan markmann til liðsins. 
Ljóst er er markvarðamál Vals eru í góðu lagi með Ingvar og Anton Ara milli stanganna.

Knattspyrnudeild Vals er ánægð með að fá Ingvar til liðs við félagið.

Landsleikjaferill:
U21: 3 leikir
U19: 1 leikur
U17: 4 leikir Athugasemdir