Orri Sigurður Ómarsson genginn til liðs við Val

Orri Sigurður Ómarsson, 19 ára unglinga-landsliðsmaður, er genginn til liðs við Val og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Orri kemur frá AGF í Danmörku. Orri hefur þrátt fyrir ungan aldur verið fastamaður yngri landsliðum Íslands, hefur spilað vel yfir 50 landsleiki og nú síðast spilaði Orri með U-21 árs landsliðinu í umspilsleikjum fyrr á árinu. Orri spilaði þá leiki sem hægri bakvörður.

Orri Sigurður gékk til liðs við AGF frá HK í ársbyrjun 2012 og hefur verið viðloðandi aðallið félagsins og talinn gríðarlegt efni. Orri getur spilað sem bak-og miðvörður auk þess að vera varnarsinnaður miðjumaður. Hjá Val mun Orri spila sem miðvörður.

Valur bindur miklar vonir við Orra Sigurð spilandi í hjarta varnar liðsins á næstu árum, þarna er á ferð virkilega hæfileikaríkur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér.