Valur Reykjavik Logo Vector (.AI) Free Download   FRIÐRIKSSJÓÐUR

Knattspyrnufélagið Valur hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem hlotið hefur nafnið Friðrikssjóður í höfuðið á séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda Vals.

Hlutverk sjóðsins er að tryggja að allir núverandi og framtíðar iðkendur Vals geti staðið straum af þeim kostnaði sem fylgir því að stunda íþróttir í Val og tryggja að ekkert barn sem vilji stunda íþróttir verði meinað að gera slíkt sökum fjárskorts á heimili sínu.

Allar umsóknir eru trúnaðarmál sem aðeins stjórn Friðrikssjóðs hefur aðgang að. Þrír skipa stjórn sjóðsins, einn er tilnefndur af aðalstjórn Vals, annar af stjórn Barna- og unglinasviðs Vals og þriðji er starfandi framkvæmdastjóri félagsins.

 

Stjórn Friðrikssjóðs er sem hér segir fyrir árið 2020-2021:

  • Alda Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Vals
  • Gunnar Örn Arnarson, tilnefnd af barna- og unglingasviði Vals
  • Þorgrímur Þráinsson, tilnefndur af aðalstjórn Vals

 

Öllum umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið alda@valur.is eða í umslagi merktu Friðrikssjóður á skrifstofu Vals. 

  

Úthlutunarreglur

 

Skipulagsskrá

 

Umsóknareyðublað