Afrekssvið Vals

Afrekssvið knattspyrnufélagsins Vals heldur utan um meistaraflokkslið í karla- og kvennaflokki í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik, ásamt því heyra 2. flokkar félagsins undir sviðið.

Valur státar af ótrúlegum hóp afreksfólks í gegnum tíðina. Hér eru þau sem hlotið hafa titilinn Íþróttamenn Íslands undir merkjum Vals:

1964: Sigríður Sigurðardóttir, handknattleikur

1975: Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrna

1997: Geir Sveinsson, handknattleikur

2002: Ólafur Stefánsson, handknattleikur

2007: Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna

2008: Ólafur Stefánsson, handknattleikur

2009: Ólafur Stefánsson, handknattleikur