13. júní

Margrét Lára með slitið krossband

Nú er orðið ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður og fyrirliði Vals, sem meiddist á hné í leik í Pepsi-deildinni fyrir tveimur vikum, verður ekki með Íslenska landsliðinu á EM í sumar.

Lesa meira
31. maí

Körfubolti: Dagbjört Dögg framlengir við Val

Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur framlengt samningi sínum við Val og mun leika með félaginu í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Dagbjört hefur leikið með Val sl. tvö tímbabil og þykir ein allra efnilegasta körfuboltakona landsins

Lesa meira
23. maí

Stelpudagur Vals - Fimmtudaginn 25. maí

Stelpudagur Vals að Hlíðarenda klukkan 10:30 fimmtudaginn 25. maí þar sem allir stelpuflokkar Vals í knattspyrnu æfa á sama tíma. Við hvetjum einnig allar stelpur sem vilja prófa að æfa fótbolta til þess að mæta og skemmta sér í góðum félagsskap. Meistaraflokkur kvenna verður á svæðinu.

Lesa meira
19. maí

Valur - FH, Oddaleikur sunnudag kl. 16:00 - Forsala hafin

Valur og FH mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta sunnudaginn 21. maí í Hafnarfirði. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst hann stundvíslega klukkan 16:00. Valur.is hvetur stuðningsmenn til að fjölmenna og ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðs stuðnings í leik sem þessum.

Lesa meira