"Valur er félag með sterka hefð, ég er stolt að verða hluti af félaginu". Vesna Elísa Smiljkovic til liðs við Val

Vesna Elísa Smiljkovic, 32 ára, sóknarmaður er gengin til liðs við Val og hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild. Um er að ræða mikinn liðsstyrk fyrir meistaraflokk kvenna. Vesna kom til Íslands árið 2005 og hefur leikið með Keflavík, Þór/KA og nú síðast ÍBV.
Koma Vesnu Elísu er gríðarlegur fengur fyrir kvennalið Vals sem sýnir þann vilja og metnað innan knattspyrnunnar að koma kvennaliði félagsins aftur í toppbaráttuna. 

Óhætt er að nota orðið markahrókur í tilviki Vesnu Elísu því tölfræði hennar er tilkomumikil, 71 mark í 177 leikjum. Á síðasta tímabili skoraði Vesna Elísa 9 mörk í 18 leikjum fyrir ÍBV.  Vesna Elísa hefur skorað 5 mörk 19 landsleikjum fyrir landslið Serbíu.

Vesna Elísa fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2014.

Þökk sé samfélagsmiðlum náðist samband við Vesnu sem hafði eftirfarandi að segja með komuna í Val: 
"Valur er félag með sterka og langa hefð, því er ég stolt að verða hluti af félaginu. Valur var með besta félagslið landsins í kvennaknattspyrnunni í mörg ár og ég er mjög ánægð með að stjórnin og þjálfarar vilji koma liðinu aftur í fremstu röð.
Ég þekki nokkra leikmenn félagsins, ekki alla,  en vona að hópurinn verði góð blanda af ungum leikmönnum sem og eldri með reynslu. Mínar vonir og væntingar eru miklar og ég hlakka til að koma liðið og hitta alla bráðlega
".

Vesna kemur til landsins í Febrúar mánuði og skömmu seinna munu stuðningsmenn Vals, fyrstir allra, geta séð viðtal við Vesnu um komuna í Val.