26. janúar

Ragnhildur Edda með U19 til Spánar

Kári Garðarsson, þjálfari U-19 landsliðs kvenna í handbolta valdi á dögunum þær 16 stúlkur sem taka þátt í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram á Spáni 17.-19. mars n.k.

Lesa meira
20. júní

Anton Rúnarsson til Vals

Valsarinn Anton Rúnarsson hefur ákveðið að snúa heim úr atvinnumennsku og undirrita þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals.

Lesa meira
12. maí

Þrír Valsarar í æfingahóp U-18 (Handbolti)

Valinn hefur verið 22 manna hópur U18 ára landsliðs karla, hópurinn kemur saman til æfinga 9. - 12. júní n.k. Eftir það verður valinn 16 manna lokahópur sem tekur þátt í æfingamóti í Þýskalandi í lok júní og EM í Króatíu í ágúst. Þjálfarar eru þeir Einar Guðmundsson og Kristján Arason. Í hópnum eru þrír Valsarar, þeir Alexander Másson, Bjarni Ó. Valdimarsson og Markús Björnsson.

Lesa meira
6. maí

Ólafur Ægir Ólafsson í raðir Valsmanna

Valur hefur samið við hin unga og efnilega Ólaf Ægi Ólafsson. Óli er okkur Valsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann fylgt föður sínum á Hlíðarenda frá blautu barnsbeini en faðir hans er Ólafur Már Sigurðsson sem hefur starfað í stjórnum og ráðum á vegum Vals s.l. áratugi.

Lesa meira
27. apríl

Þrjár Valsstúlkur í lokahóp U18 í handbolta

Valinn hefur verið lokahópur U-18 ára landsliðs kvenna í handbolta fyrir European Open í byrjun júlí og eiga Valsarar þrjá fulltrúa. Þetta eru þær Ástrós Anna Bender markvörður, Alexandra Diljá Birkisdóttir og Elín Helga Lárusdóttir.

Lesa meira
27. apríl

Handboltalið Vals standa í stórræðum í öllum flokkum

Handboltalið Vals standa í stórræðum þessa dagana þar sem félagið á lið í úrslitum/undanúrslitum á nær öllum vígstöðum. Annar, þriðji, fjórði yngri og fjórði eldri ásamt meistaraflokki karla hjá strákunum og fjórði yngri, fjórði eldri og þriðji flokkur hjá stelpunum. Auk þess er fjórði flokkur karla í B-úrslitum.

Lesa meira
26. apríl

Allt jafnt eftir sigur í Mosfellsbæ

Valsmenn unnu í gær góðan sigur gegn Aftureldingu á útivelli 23-26 í undanúrslitum karla í handknattleik. Með sigrinum jöfnuðu lærisveinar Óskars Bjarna metin í einvíginu og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða þegar liðin mætast í Valsheimilinu næstkomandi fimmtudag.

Lesa meira
15. apríl

Þrjár Valsstúlkur í Reykjavíkurúrvalinu

Á dögunum valdi Hafdís Guðjónsdóttir, þjálfari Reykjavíkurúrvalsins 10 manna leikmannahóp sem fer á vegum ÍBR (eða Reykjavíkurborgar) til keppni til Finnlands þar sem spilað verður á móti úrvalsliðum höfuðborga Norðurlandanna.

Lesa meira

Athugasemdir