Fyrsta "Lambalæri að hætti Lolla" tókst afar vel til - næst 10.apríl

Fyrr í dag var "Lambalæri að hætti Lolla" haldið í fyrsta skiptið í Lolla-stúkunni. Uppselt var á viðburðinn sem þóttist takast afar vel. Guðni Ágústsson fór með gamanmál og fór hreint á kostum. 
Samkomur líkt og þessar skipta máli innan félagsins þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að hittast, spjalla saman og borða góðan
mat.

Valsarar nær og fjær eru hvattir til að taka föstudaginn 10.apríl n.k. frá því þá verður næsta "Lambalæri að hætti Lolla".

Áfram Valur
Áfram hærra.