Skemmtilegustu leikir vetrarins í boði Fálka-Valur – Fjölnir (yngra ár)

Annar leikur í syrpunni Skemmtilegustu leikir vetrarins var leikur yngri Valsstráka (fæddir 2000) gegn Fjölni.  Þessi hópur hefur verið afar sigursæll í gegnum árin og má örugglega finna fingraför þeirra á öllum yngri flokka bikurum sem í boði eru. Hópurinn er allfjölmennur og einkennist af hröðu spili og miklum hreyfanleika í vörn og sókn.

Fyrir leik komu þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Alexander Örn Júlíusson úr meistaraflokki Vals og heilsuðu upp á leikmenn.

Valsliðið var þannig skipað:

Markmenn:

Sveinn Óli Guðnason og

Logi Tómasson.

Útispilarar:

Tumi Steinn Rúnarsson,

Arnór Snær Óskarsson,

Orri Heiðarsson,

Úlfar Páll Monzi Þórðarson,

Birgir Rafn Gunnarsson,

Stiven Tobar,

Eiríkur Þórarinsson,

Viktor Andri Jónsson og

Tjörvi Týr Gíslason.

Þjálfari strákanna er Maksim Akbachev.

Eins og áður sagði hafa 2000 strákarnir verið sigursælir í gegnum árin en ritarinn áttaði sig ekki á því að andstæðingar þennan daginn var einmitt liðið sem helst hefur staðið uppi í hárinu á þeim, þ.e. Fjölnir. En síðasti titill Valsstrákanna var bikarmeistarar 2015 í Laugardalshöllinni.

Arnór opnaði markareikning Valsliðsins en Fjölnismenn svöruðu með þremur í röð.  Okkar strákar svöruðu í sömu mint og þannig gekk fyrri hálfleikur.  Liðin skiptust á að skora og í hálfleik var staðan jöfn, 13 - 13.  Viktor var yfirburðarmaður í sókn Valsmanna og hafði skorað 7 mörki í fyrri hálfleik.  Sveinn Óli byrjaði í markinu en hann átti einmitt frábæran leik í bikarúrslitunum í Höllinni.  En að þessu sinni náði hann sér ekki á strik en maður kemur í manns stað og Logi skipti við hann og átti afbragðs leik.

í seinni hálfleik byrjuðu Valsstrákar afleitlega því Fjölnismenn röðuðu inn mörkum.  Nú virtist komið að þeim að launa rauðan belg fyrir gráan. Fram í miðjan hálfleik leiddu þeir með nokkrum mörkum en þá kom afburða flottur kafli Valsmanna sem skoruðu sex mörk í röð.  Þá voru Valsstrákar með fimm marka forskot og tíu mínútur til leiksloka. Eftir það skiptust liðin á að skora og Valsstrákarnir hesthúsuðu þriggja marka sigri eftir ótrúlega sveiflukenndan leik. Lokatölur urðu 28 - 25 fyrir Val.

Bæði lið eiga skilið hrós fyrir sitt skemmtilega framlag á vellinum og áhorfendur urðu vitni að mikilli spennu í sveiflukenndum leik.  Valsstrákum óskum við hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Eftir leik kom fulltrúi HSÍ, Þorbjörg Gunnarsdóttir og afhenti Valsliðinu bikar fyrir deildarmeistaratitil árið 2015.  Því þó svo að mótið sé ekki búið hafa strákarnir tryggt sér titilinn. Til hamingju strákar og Maksim þjálfari fyrir frábæran árangur í vetur. Við hlökkum til að fylgjast með ykkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor.

Helstu tölur: Sveinn Óli varði 2 skot, Logi varði 16. Mörkin: Tumi Steinn 3, Arnór Snær 8, Úlfar Páll Monzi 6, Eiríkur 2 og Viktor 9.

Fálkar þakka: Guðmundi Hólmari Helgasyni og Alexander Erni Júlíussyni úr meistaraflokki fyrir að koma til að heilsa upp á ungu mennina. 

 

F.h. Fálka

Sigurður Ásbjörnsson,

Jón Sveinsson,

Rúnar Dýrmundur Bjarnason