Uppskeruhátíð 5.-3.flokks í knattspyrnu

Mánudaginn 21.september klukkan 17:00 verður uppskeruhátíð fyrir 5.-3.flokk í knattspyrnu haldin í veislusölum á Hlíðarenda.

Þarna hittast allir iðkendur í þessum flokkum félagsins og taka á móti verðlaunum, fara í myndatöku og gæða sér á léttum veitingum í boði flokkanna.

Allir þurfa að leggjast á eitt þegar kemur að uppskeruhátíðinni og mun 5.flokkur karla og kvenna sjá um að græja drykkjarföng, 4.flokkur karla og kvenna mun sjá til þess að kökur verða á boðstólnum og 3.flokkur karla og kvenna munu sjá um brauð og annað meðlæti.

við stefnum svo á að allir hjálpist að við að ganga frá og ljúkum herlegheitunum klukkan 19:00.