Hin hliðin - Andri Fannar Stefánsson

Nafn, fæðingardagur og ár? Andri Fannar Stefánsson, 22. apríl 1991.

Gælunafn? AFS.

Uppáhaldsmatur? Jólamaturinn hjá mömmu klikkar aldrei.

Hvernig skóm spilar þú í? Adidas.

Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa fótbolta? Rétt orðinn fimm ára.

Fylgist þú með öðrum íþróttum? Fylgist með því sem er að gerast í helstu greinunum utan fótboltans.

Skemmtilegt atvik úr fótboltaferð? Það er ógleymanlegt þegar Tóti Guðjóns kom inn í myrka saununa á Spáni í fyrravor og ákvað að setjast bara á fyrsta lausa staðinn sem hann sá. Það var ástæða fyrir því að enginn sat í þessu plássi og ég hef aldrei séð neinn vera jafn fljótan að stökkva upp! Líklega með sviðnar stuttbuxur ...

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? U2 - Beautiful Day er undantekningalaust fyrsta lagið á playlistann.

Hvar líður þér best? Potturinn eftir sigurleik eða hörkuæfingu er ansi ofarlega á lista.

Fallegasti/fallegasta knattspyrnumaðurinn/konan í meistaraflokki í Val? Matti Gumm #11 er sá eini að mínu viti sem hefur fengið borgað fyrir að láta taka myndir af sér.

Hver er mesti sprellarinn í hópnum? Atli Heimis er frekar bilaður.

Hver er efnilegasti Valsarinn í fótbolta? Er að þjálfa marga spræka stráka sem halda vonandi vel á spöðunum.

Afhverju Valur? Mikil gæði og fagmenn í hverju horni.