Jón Aðalsteinn Kristjánsson ráðinn aðst.þjálfari mfl.kvenna og þjálfari 2.flokks kvk hjá Val

Jón Aðalsteinn Kristjánsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu og mun hann að auki þjálfa 2.fl. kvennna í Val.
Jón er fæddur árið 1977, og hefur þjálfað í neðri deildunum hér á Íslandi allt frá árinu 2001. Meðal liða sem Jón Aðalsteinn hefur þjálfað eru ÍH, Skallagrímur og Hamar. Jón er afar metnaðarfullur þjálfari og lýsir knattspyrnudeild félagsin yfir ánægju með að fá hann inn í annars öflug þjálfarateymi félagsins.
Í samtali við heimasíðuna hafði Jón Aðalsteinn eftirfarandi að segja:
"Hér er allt til alls, aðstaðan góð, en umfram allt metnaður til að ná árángri. Að mínu mati á Valur að spila úrslitaleiki á hverju ári, það eru mínar væntingar. Ég og Óli höfum tekið góðan fund saman, þannig að mér líst vel á kappann, varðandi leikmannahópinn þá á ég en eftir að hitta hann, en ég á ekki von á öðru en að hann sé fullur af fagfólki."