Nýr leikmaður í meistaraflokk kvenna í körfubolta.

Valur hefur gengið frá samningi við Karisma Chapmann um að leika með liðinu í Dominos deildinni í vetur. Karisma Chapman er 24 ára frá Calument City í Illinois í Bandaríkjunum. Hún er 180 cm á hæð og spilar stöðu framherja eða miðherja. Hún spilaði með Alabama háskólanum í Birmingham og síðasta tímabilið sitt þar var hún með 20,5 stig, 9,4 fráköst og 2 blokk að meðaltali í leik.

Karisma kom til landsins sl. fimmtudag og spilaði strax æfingaleik á móti Snæfelli á föstudaginn og Hamri á laugardaginn. Hún var með 28 stig, 11 fráköst og 3 blokk á móti Snæfelli og 20 stig, 10 fráköst og 4 blokk á móti Hamri.


Með kveðju frá körfuknattleiksdeild Vals.

 

Karisma.jpg