Anton Ari Einarsson skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals

Anton Ari Einarsson, annar markmanna mfl.karla í knattspyrnu, hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Anton stóð sig vel í sumar í þeim leikjum sem hann spilaði fyrir Val. Anton var valinn í U-21 árs landsliðið á þessu ári þökk sé frammistöðu sinni með Val. Alls hefur Anton leikið 11 meistaraflokksleiki fyrir Val.

Í tilefni af samningnum náði valur.is sambandi við Anton Ara sem hafði þetta að segja:
Seinasta tímabil var í sjálfu sér fínt. Við unnum bikarinn sem var algjör snilld og tryggðum þar með Evrópusæti. Við hefðum klárlega getað gert betur í deildinni og safnað fleiri stigum en við tókum sýndum á löngum köflum hvað við getum. Næsta tímabil leggst vel í mig.  Við missum ekki marga leikmenn og ef að við styrkjum og breikkum hópinn aðeins þá erum við til alls líklegir.

Evrópukeppnin verður virkilega spennandi og skemmtileg.  Það er vonandi að við stöndum okkur vel þar og förum í eitthvað gott Evrópuævintyri. Stemmingin í hópnum var mjög góð á síðasta tímabili og ég býst bara við því að hún verði enn betri næsta sumar. Mér líður sjálfum mjög vel hérna í Val. Stemningin í hópnum er mjög góð og svo eru aðstæðurnar líka mjög góðar. 


Knattspyrnudeild Vals lýsir mikilli ánægju með að Anton Ari verði næstu árin í félaginu, enda gríðarlega hæfileikaríkur markmaður.