Jólatrjáa- og dósasöfnun ársins verður þann 9. janúar 2016

Ágæta Valsforeldri

 Jólatrjáa- og dósasöfnun ársins verður þann 9. janúar 2016  - Takið daginn frá

 Fálkar sjá um skipulagningu eins og áður

 

Verkefnið er tvíþætt:

1)    Mynda hópa með fjórum krökkum, skrá hópinn og fá auglýsingu til að dreifa í hverfið sem hópnum verður úthlutað - þetta geristþriðjudaginn 5janúar milli klukkan 16 og 18

2)   Safna flöskum og dósum úthlutuðu hverfi og afhenda á Hlíðarenda, foreldrar þurfa að taka þátt í söfnun (vera á bílum) og í flokkun - þetta geristlaugardaginn 9 janúar kl 11 til 15

 

Nánar um verkefnið:

Fálkar skipuleggja eins og undanfarin ár risa dósa-, flösku- og jólatrjáasöfnun. Öllum krökkum í Val frá 11 ára aldri bíðst að taka þátt. Um er að ræða aldurinn sem er í 5. flokki í fótbolta og sambærilegum flokkum í handbolta og körfubolta. Krakkar fæddir 2005 og eldri.

-       Þriðjudaginn 5. janúar næstkomandi milli klukkan 16 og 18 er mæting að Hlíðarenda. Þátttakendur skila þá af sér meðfylgjandi skráningarblaði um hópa og taka við dreifimiðum (ca. 75 stk á barn) sem þarf að dreifa í hús þetta kvöld. Hópar fá úthlutað götum (svæðum) eftir ákveðnu skipulagi, ATH ekki er hægt velja sér svæði.

Miðað er við að 4 börn séu saman í hóp með hverfi sem telur 300 íbúðir.

 

-       Laugardaginn 9. janúar milli kl 11:30 og 15 verður svo safnað og flokkað. Athugið að  hópur fer á sama svæði og hann dreifði miðum á.

 

Hlutverk foreldra er margþætt. Í fyrsta lagi að aðstoða við dreifingu miða en það mikilvægasta er að mæta með barni sínu á laugardeginum 9. janúar. Að minnsta kosti tveir  foreldrar verða að vera með hverjum 4 börnum og sjá um að ferja flöskur og tré niður á Valssvæðið. Mikilvægt er að í hverjum hópi verði bíll eða bílar og þar af einn með kerru, pallbíll eða með stóru skotti. Þó mest tveir bílar á flokk fá punkt samkvæmt punktakerfinu.

Í hverjum hópi verður að vera einn fullorðinn sem er hópstjóri. Hann verður tengiliður við stjórnendur.

Þeir foreldrar sem ekki geta verið á bíl og aðrir sem vilja vera með, mæta í flokkun á dósum en aðstaða verður innst í húsinu aftan við íþróttasalinn. Mikilvægt er að allir sem eru búnir með hverfið sitt í söfnun komi svo niður á Hlíðarenda og hjálpi til og leysi af í flokkuninni. Það er mikil vinna sem vinnst hratt ef margir leggja lið. Eins og undanfarin ár eigum við von á að skemmtileg stemmning myndist í þessu verkefni og svona sameiginlegt átak hristir saman allan hópinn. Fálkar og Valkyrjur verða með kakó og bakkelsi á söfnunardeginum og við minnum alla á að klæða sig vel, og helst vera í Valsfötum eða áberandi rauðum litum með trefla og þess háttar. Það skapar skemmtilega umgjörð í hverfinu.

Skylda að mæta með hanska þar sem draga þarf tré og meðhöndla óhreinar umbúðir.

Athugið að við flokkun á dósum og flöskum er unnið í köldu ópphituðu svæði, (áhaldageymslan aftan við stúku) og þetta er frekar óþrifalegt, svo foreldrar eru hvattir til að mæta í hlýjum fötum sem auðvelt er að þrífa og með hanska. Mikill hávaði myndast við flokkunina og sniðugt að mæta með heyrnarhlífar eða tappa.

 

Allur ágóðinn af þessari söfnun rennur til krakkanna sem mæta, eftir ákveðnu  punktakerfi. Þar fæst 1 punktur fyrir mætingu og söfnun unglings og 1 punktur fyrir hvert foreldri sem mætir og er í flokkun og/eða á bíl. Fyrir bíl sem lagt er til við söfnun fæst ½ punktur og ½ punktur fyrir kerru. Þó hámark 2 punktar á flokk. Þannig fær barn sem mætir með báða foreldra (eða forráðamenn) og annað þeirra er á bíl með kerru en hitt vinnur við flokkun, 4 punkta.  Ef barn mættir aðeins eitt en starfar með öðrum í hóp, fæst 1 punktur.

Heildarfjölda punkta verður deilt í ágóða og þannig fæst hlutur hvers og eins. Lagt verður inn á bankareikninga barnanna og þess vegna er mikilvægt að fylla skráningarblaðið vandlega út.

Nánari upplýsingar á sigthor@colas.is