Gunnar Gunnarsson framlengir samning sinn við knattspyrnudeild Vals

Gunnar Gunnarsson, ungi varnarmaðurinn sem spilaði stóran hluta í vörn bikarmeistara Vals, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Vals.
Gunnar, fæddur árið 1993, lék 9 leiki í vörn Vals á síðasta tímabili og sýndi styrk sinn og knattspyrnuhæfileika. Gunnar er metnaðarfullur, líkamlega sterkur og með það hugarfar sem þarf í efstu deild karla.
Af þessu tilefni hafði valur.is samband við Gunnar og Sigurbjörn þjálfara:
Gunnar:
"Helsta ástæðan fyrir því að vera áfram er að mér líður vel í Val og hér hef ég allt sem ég þarf til þess að bæta mig í fótbolta. Ég er mjög bjartsýnn fyrir næsta tímabil, hópurinn svona sami kjarni og í fyrra og ég tel að það er mjög sterkt að halda honum. Síðasta tímabil var frábær upplifun og forréttindi að fá að taka þátt í því en ég vona og trúi að við getum gert enn betur á næsta tímabili. VIð erum með góða leikmenn og sterka liðsheild og svo hafa þjálfararnir sýnt að þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera."
Sigurbjörn:
"Við erum auðvitað mjög sáttir með það að hann hafi framlengt. Gunni er leikmaður sem er mjög gaman að þjálfa, leggur sig alltaf 100% fram og er alltaf jákvæður og tilbúinn að taka inn. Mjög góður liðsmaður. Hann er að bæta sig mikið og hefur fengið töluverða reynslu í sumar sem gerir hann að betri leikmanni sem hjálpar okkur auðvitað. Við stefnum að því að vera með breidd í öllum stöðum þar sem samkeppni er til staðar og þetta er klárlega liður í því og mjög jákvætt."