Veikleikagreining

Margir iðkendur eru áhugasamir um að ná langt í íþróttinni og leggja mikið á sig. Það er þó mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Ekki er skynsamlegt að leggja of mikla áherslu á kraft ef veikleikar eru fyrir hendi.

Nú býðst iðkendum í öllum flokkum Vals í takmarkaðan tíma að fara í veikleikagreiningu. Foreldrar sem hafa grun um að börnin þeirra hafi einhverja veikleika eru hvött til að taka þátt í þessu en annars er greiningin hugsuð fyrir iðkendur frá 14 ára aldri.

Áhersla verður lögð á leit í mjöðmum, hnjám og öklum. Sjúkraþjálfari fer yfir gögnin og ráðleggur um frekari aðgerðir.

Greiningin kostar kr. 6.000 og greiðist af hverjum iðkanda. Hægt er að velja um 3 daga: miðvikudagarnir 18. apríl, 25. apríl og 2. maí.

Tekið er við pöntunum á netfangið baldur29@gmail.com. Í skráningu þarf að koma fram: mælidagur, nafn, aldur (iðkanda), farsími og netfang.

Síðasti dagur að skrá sig á er 2 dagar fyrir mælidag.