Sandra Sigurðardóttir gerir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.

Markmaðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Sandra hefur verið með betri markmönnum deildarinnar um árabil og er því um gríðarlegan liðstyrk að ræða fyrir kvennaknattspyrnuna í Val. Sandra er 29 ára og hefur leikið í efstu deild kvenna frá árinu 2001. Sandra á að baki 249 meistaraflokksleiki og hefur skorað tvö mörk í þeim. Sandra á neðangreinda landsleiki að baki:

A- 11 leikir
U-23: 1
U-19: 5
U-17: 9

Knattspyrnudeild Vals lýsir gríðarlegri ánægju með komu Söndru til félagsins. Hennar koma er enn eitt merki þess að félagið vill aftur koma kvennaliði félagsins á það stað sem það vill vera: á toppnum.

Hér að neðan má heyra í Söndru, en af tæknilegum orsökum eyðilagðist viðtalið sem tekið var við Ólaf Brynjólfsson þjálfara. Handrit þess viðtals má lesa á fésbókarsíðunni "ValurFótbolti".