Sex efnilegar knattspyrnukonur í 2.fl. gera samninga við knattspyrnudeild Vals.

Sex ungar og efnilegar knattspyrnukonur í 2.fl. kvenna hafa skrifað undir tveggja ára samninga við knattspyrnudeild Vals. Um er að ræða mjög efnilegar knattspyrnukonur sem hafa verið að æfa með meistaraflokki og hafa tekið þátt í undirbúningstímabili kvennaliðsins. Auk þess eiga sumar þeirra ungmennalandsliðsleiki að baki. Þessir leikmenn munu spila með sameiginlegu liði Vals/KH í 1.deild kvenna sem og mfl.kvenna í Pepsi-deildinni á komandi tímabili og öðlast þar dýrmæta reynslu. 

Knattspyrnudeild lýsir yfir mikilli ánægju með að þessar ungu knattspyrnukonur hafi skrifað undir samninga við sitt félag enda er um framtíðarleikmenn félagsins að ræða.

Á myndinni eru frá vinstri:
Þorgerður Einarsdóttir : 4 mfl.leikir, U-16, 3 leikir
Eva María Jónsdóttir: U-17, 2 leikir
Harpa Karen Antonsdóttir: 2.mfl.leikir,U-17, 8 leikir 1 mark
Ísold Kristín Rúnarsdóttir: 2.mfl.leikir, u-17, 13 leikir 1 mark
Sigrún Björk Sigurðardóttir
Rakel Leósdóttir, U-17, 1 leikur

Viðtöl við nokkrar af þessum knattspyrnukonum má lesa á fésbókarsíðunni ValurFótbolti.