Allt jafnt eftir sigur í Mosfellsbæ

Valsmenn unnu í gær góðan sigur gegn Aftureldingu á útivelli 23-26 í undanúrslitum karla í handknattleik. Með sigrinum jöfnuðu lærisveinar Óskars Bjarna metin í einvíginu og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða þegar liðin mætast í Valsheimilinu næstkomandi fimmtudag. 

Geir Guðmundsson fór á kostum í gær og skorði níu mörk, Sveinn Aron Sveinsson 8 og Guðmundur Hólmar 4. 

Næsti leikur liðanna er sem fyrr segir í Valsheimilinu fimmtudaginn 28. apríl klukkan 19:30 - Allir á völlinn!

Mynd: mbl.is/sport