Gundur Ellingsgaard Petersen valinn í hóp U17 í Færeyjum

Gundur Ellingsgaard Petersen leikmaður 3. flokks Vals var á dögunum valinn í 18 manna lokahóp færeyska landsliðsins hjá drengjum undir 17 ára.

Liðið tekur þátt fjögurra liða æfingamóti í Lettlandi í byrjun maí ásamt heimamönnum, Norður-Írum og Eistlendingum.

Gundur er einn þriggja leikmanna í hópnum sem ekki leika með liði í Færeyjum en auk hans eru það Lukas Grenaa Giessing sem leikur með  FC Midtjylland og Elias Gilstón sem er á mála hjá AaB Ålborg í Danmörku.