5. flokkur kvenna gerði gott mót í Eyjum

Stelpurnar í 5. flokki kvenna í knattspyrnu gerðu sér lítið fyrir og sigruðu TM-mótið (Pæjumótið) í Vestmannaeyjum um liðna helgi.

Valsstúlkur mættu Stjörnunni í hreinum úrslitaleik og réðust úrslit ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 

Hægt er að sjá úrslitaleikinn í heild sinni ásamt vístaspyrnukeppninni með því að smella hér. 

Þjálfari flokksins er Þordís María Aikman sem lætur af stjórn í júní vegna barneigna en Soffía Ámundadóttir tekur við þjálfun þessa efnilega flokks. Aðstoðarmenn flokksins eru Katla Garðarsdóttir og Rosalie Rut Sigrúnardóttir.  

Valur.is óskar stelpunum í 5. flokki og aðstandenum liðsins hjartanlega til hamingju með árangurinn. 

13444508_10208186854380998_1925220592_n.jpg

13457573_10208186847420824_481746410_n.jpg

13441821_10208186850980913_30621576_o.jpg