"Heiður að fá að vera hluti af klúbbi eins og Val", Sindri Björnsson skrifar undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.

Sindri lék 12 leiki með Val á síðasta tímabili þegar hann var á láni hjá frá Leikni.
Alls hefur Sindri spilað 98 mfl.leiki og skorað í þeim 17 mörk þrátt fyrir ungan aldur.

Sindri hefur spilað með U-17,19 og 21 árs liðum Íslands og er vafalaust einn af
efnilegustu miðjumönnum landsins.

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðst.þjálfari Vals hafði þetta að segja um Sindra:
"Í Sindra sjáum við fjölhæfan leikmann sem hefur mikinn metnað til að bæta sig.
Hann vill ná árangri og leggur sig alltaf vel og rétt fram. Sindri spilaði vel fyrir okkur þegar hann
fékk tækifæri á síðasta tímabili. Hann  hefur reynslu af 21 árs landsliðinu sem og spilað fullt
af leikjum með meistaraflokki í efstu og næstefstu deild þrátt fyrir ungan aldur. Hann er á þeim
aldri þar sem ekkert nema fótbolti kemst að og þannig teljum við okkur getað þróað
Sindra áfram og í að verða öflugan leikmann fyrir Val."

Sindri sjálfur:
"Valur er toppklúbbur með mikla sögu sem er í raun
heiður að fá að vera hluti af. Ég veit nákvæmleg að hverju ég geng hérna og mér leið einfaldlega hrikalega vel á Hlíðarenda í sumar.
Þetta þjálfarateymi sem Óli og Bjössi mynda er mjög skemmtilegt teymi sem vill spila skemmtilegan bolta. Ég ég er bara spenntur að fá að byrja að æfa og spila aftur undir þeirra stjórn.

Leikmannahópurinn er stútfullur af þvílíkum meisturum, en fyrst og fremst
eru þetta gæðafótboltamenn.
Samkeppnin í hópnum er gríðarleg og gerir það okkur öllum gott.

Ég vona að stuðningsmenn Vals hafi fengið ágætis mynd af mér sem leikmanni í sumar.
Ég vil halda boltanum á jörðinni og spila skemmtilegan bolta.
Ég get spilað allstaðar á miðjunni, ásamt því að geta leyst bakvarðarstöðuna
með bros á vör. Það sem ég ætla að bæta frá síðasta tímabili
með Val er það fara að skila mörkum. Ég veit það eru mörk þarna í mér.

Markmið mitt er fyrst og fremst að hjálpa klúbbnum
við það að vera á þeim stað sem Valur vill vera,
sama hvort það sé að ná lengra í evrópukeppni,
toppbarátta í deildinni eða vinna blessaðan bikarinn.
Ég ætla mér að verða góð viðbót við annars frábært Valslið."