Nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals

Í dag var tilkynnt um að Lárus Bl. Sigurðsson muni taka við stöðu framkvæmdastjóra Vals nk. mánudag, 16 janúar 2017. 

Lárus er mörgum kunnur, hann er uppalinn Valsari, eins og hans fjölskylda öll, en hann er sonur Sigurðar Dagssonar og Ragnheiðar Lárusdóttur og bræður hans eru Dagur og Bjarki.  Lárus var leikmaður í bæði handbolta og fótbolta á sínum yngri árum og var markvörður og fyrirliði meistaraflokks karla í nokkur ár.   Lárus starfaði í fjármálageiranum í rúmlega áratug, en hefur verið forstjóri Bílanaust undanfarin ár.   Vonumst við til að reynsla hann í atvinnulífinu, sem og góð tengsl innan félagsins muni nýtast Val í þeirri spennandi uppbyggingu sem framundan er á Hlíðarenda.

Um leið og við bjóðum Lárus velkominn til starfa, eru Jóhanni færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf undanfarin þrjú og hálft ár og óskar félagið honum góðs gengis á nýjum starfsvettvangi.  Jóhann Már mun verða Lárusi innan handar á næstu vikum en láta af störfum hjá félaginu að því loknu.