"Leikmenn styðja hver annan", Eva María Jónsdóttir skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.

Knattspyrnukonan Eva María Jónsdóttir, uppalin Valskona fædd árið 1999, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Eva hefur leikið með yngri landsliðum Íslands auk þess að spila með KH á síðasta tímabili. 
Eva hefur leikð bæði með U-17 og U-19 landsliðum Íslands.

"Ég skrifaði undir þennan samning núna því mér líður vel í Val og þetta er mitt uppeldisfélag. Er mikill valsari og mun alltaf vera það. Leikmannahópurinn hjá Val er mjög sterkur hópur, hér eru allar vinkonur og við styðjum hvor aðra 100%. Við erum lið með fullt af flottum karakterum bæði eldri og reynslu miklum leikmönnum og einnig ungum og efnilegum. Einnig vorum við að fá tvær mexikanskar sem ég veit að mun styrkja okkur mikið. Þjálfararnir Úlfur og Kristín eru mjög metnaðarfullir og eru með hámarkmið líkt og leikmennirnir. Þeir hugsa um alla leikmennina, hvað þeir geta gert til þess að gera þá að betri leikmönnum. Við erum með hámarkmið fyrir komandi tímabil og tökum einn leik í einu. Við viljum sjá sem flesta stuðningsmenn Vals á vellinum í sumar! Gerum þetta saman að frábæru að sumri.