Hin hliðin

Nafn, fæðingardagur og ár Ásgeir Þór Magnússon , f. 22.Maí 1991.

 

Gælunafn Geiri, Ási, Járnmaðurinn og Goldfinger.

 

Uppáhaldsmatur Kjúklingaréttur hjá betri helmingnum.

 

Hvernig skóm spilar þú í Adidas

 

Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa fótbolta 6-7 ára gutti

 

Fylgist þú með öðrum íþróttum Ekkert að viti.

 

Skemmtilegt atvik úr fótboltaferð Við erum staddir í liðsferð með Gulla Jóns sem þjálfara Vals í Portúgal. Ég og Þórir Guðjónsson vorum með þeim yngstu og fengum það verkefni að pumpa í boltanna fyrir fyrstu æfingu. Ég ákvað að vakna mjög snemma eða 6.30 (vakning 8.00) og ætlaði að henda mér í bolta málin. Vekjaraklukkan dynur og ég tek þá ákvörðun að hringja bara í lobbyið þar sem að ég er ekki alveg að nenna að labba þangað. Þá svarar konan í lobbyinu og ég segi eftirfarandi orðrétt " Hello, where can I get air in my balls ? " án þess að átta mig á því að konan hafði ekki grænan grun um að ég væri að tala um fótbolta. Þórir vaknaði við þetta og hélt ég væri orðinn snar klikkaður. Í kjölfar símtalsins fengum við þær upplýsingar að við ættum bara að koma niður í lobby og þar kom þéttur og loðinn karlmaður sem leiddi mig og Þóri í einhverja dýflissu og inná einhvað verkstæði þar sem við áttum að fylla á boltanna með loftpressu sem var svo alltof langt frá því að passa í gatið á boltunum. Þetta tókst ekki þannig að við enduðum með því að þurfa að handpumpa boltanna á leiðinni á æfingu....
Og í sömu ferð þá ætlaði ég að vera sniðugur og kom með playstation en gleymdi annari fjarstýringu, Þórir sakaði mig hinsvegar um að vera bara eigingjarn og að ég hafi aldrei ætlað að koma með aðra fjarstýringu. Í leit af því að afsanna það fyrir rauðu eldingunni þá fór ég niður í lobby og sagði eftirfarandi "Excuse me, do you guys have some joysticks I could rent or maybe you know where I can get them ?". Eftir það lét ég lobbyið vera eftir að fólkið í lobbyinu var farið að halda að ég væri einn sá sóðalegasti í bransanum.

 

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik Iron man - Black Sabbath

 

Hvar líður þér best Inná vellinum.

 

Fallegasti/fallegasta knattspyrnumaðurinn/konan í meistaraflokki í Val Matti Guð er svakalegur þegar hann tekur upp sófann.

 

Hver er mesti sprellarinn í hópnum Nesta er með stærri sprellum sem ég hef orðið vitni af, annars er Friðrik Sprellert alltaf ferskur.

 

Hver er efnilegasti Valsarinn í fótbolta Krakkarnir í knattspyrnuskólanum, eru með svo góðann mentor.

 

Afhverju Valur  Gæði,hefð og afhverju ekki ?