Ágústa Edda ráðin yfirþjálfari yngri flokka í handbolta

Í gær var gengið frá ráðningu Ágústu Eddu í starf yfirþjálfara yngri flokka í handbolta, en hún tekur við starfinu af Óskari Bjarna sem lætur af störfum eftir margra ára farsælt starf. Ágústa Edda hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka og þjálfaði til að mynda 6. og 7. flokk karla síðast liðinn vetur. Ágústa Edda mun hefja störf strax við að skipuleggja starfið næsta vetur og mun við það njóta aðstoðar lærimeistara síns og frænda Óskars Bjarna.