Rúnar Ingi Erlingsson til Vals

Rúnar Ingi Erlingsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Val. Rúnar Ingi er uppalinn í Njarðvík þar sem hann spilaði í úrvalsdeild á síðasta tímabili. Rúnar Ingi hefur einnig spilaði með Breiðabliki í úrvalsdeild og var hann þá valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins. Rúnar Ingi spilaði upp öll yngri landslið Íslands og á að baki fjölda unglingalandsleikja.

Ragnar Gylfason framlengdi samning sinn við Val til tveggja ára en Ragnar var einn af bestu leikmönnum liðsins í fyrra og var með um 10 stig að meðatali í leik. Fyrr í sumar skrifuðu Birgir Björn Pétursson og Kristinn Ólafsson undir tveggja ára samning. Fyrir voru Alexander Dungal, Benedikt Blöndal, Bergur Ástráðsson, Hlynur Víkingsson og Sigurður Skúli Sigurgeirsson á samning. Einnig hafa nokkrir af yngri leikmönnum æft með liðinu nú í sumar. Því má segja að nokkur mynd sé komin á liðið fyrir næsta vetur.