Valur - Afturelding Pepsídeild kvenna

Í dag mánudag þann 9.júlí kl. 19:15 eigast við hér á Hlíðarenda Valur og Afturelding. Valsstúlkur eru sem stendur í fimmta sæti Pepsídeildarinnar með þrettán stig en Afturelding er í núnda sæti með fjögur stig.

Við hvetjum alla Valsara til að mæta og styðja stelpurnar. Fálkarnir munu sem fyrr standa grillvaktina með girnilegar pylsur og gómsæta hamborgara frá Kjarnafæði.

Valkyrjur ásamt iðkendum í 4 fl.kvk. munu bjóða upp á barnagæslu á heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna í fótboltanum í sumar. Barnagæslan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 2-6 ára og kostar 500 kr. fyrir barnið. Gæslan fer fram í sölum í Valsheimilinu, breytilegt í hvaða sal, og verða dýnur, boltar, púsl, leikföng og fleira í boði fyrir krakkana. Við hvetjum fólk til að nýta sér þessa þjónustu og mæta á völlinn.

Áfram Valur.