Hin hliðin

Nafn, fæðingardagur og ár Halldór Kristinn Halldórsson, 13. Apríl 1988

Gælunafn. Dóri, Hrossi, Zlatan

Uppáhaldsmatur.     Kjúklingur er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér undanfarið. Annars borða ég nánast allt og er mikill áhugamaður um mat.

Hvernig skóm spilar þú í.  Nike total 90, svo á ég ýmsa skó sem ég æfi í.

Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa fótbolta. Ég var um 6 ára þegar ég elti vini mína inn á æfingu á Leiknisvelli.

Fylgist þú með öðrum íþróttum.  Að sjálfsögðu. Ég bíð spenntur eftir að NFL byrji í nóvember. Er alltaf með annað augað á NBA.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik.  Ég reyni að hlusta á grjótharða tónlist. Það kveikir yfirleitt vel í mér. Svo hef ég ákveðna rútínu sem ég reyni að fylgja.

Hvar líður þér best.  Mér líður best heima, í góðra vina hópi.. Nei mér líður mjög vel inná vellinum.

Fallegasti/fallegasta knattspyrnumaðurinn/konan í meistaraflokki í Val.

Þessu verð ég að svara í báðar áttir. Það er úr mörgum að velja en þó verður Dóra María teljast afar falleg. Svo er kyntröllið Ásgeir Ingólfs stórglæsilegur maður.

Hver er mesti sprellarinn í hópnum.  Ásgeir, honum finnst ekki leiðinlegt að tala og segja sögur.

Hver er efnilegasti Valsarinn í fótbolta. Kóngurinn K-Indriði er helvíti efnilegur. Svo á   U-21 legendið Rúnar Már mjög bjarta framtíð.

Afhverju Valur.  Stór og flottur klúbbur sem ætlar sér stóra hluti. Mikill metnaður í öllu sem er gert hérna. Boðið uppá mikið af aukaæfingum og hér er klárlega hægt að bæta sig.