Lilja og Sóllilja til Vals í körfunni

Sex leikmenn skrifuðu undir samning við meistaraflokk Vals í körfubolta. Fjórir leikmenn í kvenna liðinu og tveir í karla liðinu. Allir samingar eru til tveggja ára.

Lilja Ósk Sigmarsdóttir 22 ára fjölhæfur framherji frá Grindavík, spilaði einnig með U16 og U18 ára landsliðum Íslands. Lilja spilaði ekki síðasta tímabil sökum meiðsla á ökkla, sem hún fór í aðgerð á í sumar og gekk aðgerðin vel.

Sóllilja Bjarnadóttir 17 ára leikstjórnandi frá Breiðablik. Sóllilja er mjög dugleg og efnilegur leikmaður sem er í stúlknaflokki og mun æfa og keppa einnig með unglinga og meirstaraflokki.

Sara Diljá Sigurðardóttir 17 ára framherji yngriflokkum Vals. Sara Diljá spilaði í Danmerku í fyrra þar sem hún var í körfubolta akademiu. Sara er mjög áhugasöm og á framtíð fyrir sér í íþróttinni. Hún er leikmaður sem er í stúlknaflokki og mun æfa og keppa einnig með unglinga og meistaraflokki.

Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 17 ára bakvörður úr yngriflokkum Vals. Brynja Pálína spilaði með stúlkna og unglingaflokki í fyrra ásamt því að æfa með meistaraflokki félagsins.

Bjarni Geir Gunnarsson 17 ára bakvörður er að koma aftur frá Breiðablik eftir stutta fjarveru frá Val. Bjarni spilaði með yngriflokkum Vals í fyrra út janúar og æfiði með meistaraflokki félagsins.

Sigurður Skúli Sigurgeirsson 20 ára framherji. Var í meistaraflokki félagsins í fyrra og er að skrifa undir samning í fyrsta skipt hjá Val.