Golfmót Vals á föstudag

Knattspyrnufélagið Valur er með sitt árlega mót á Urriðavelli föstudaginn 13. júlí.
Mótið er kjörinn vettvangur þar sem Valsmenn hittast og eiga góðan dag saman.

Allir valsmenn eru velkomnir í mótið. Konur eru sérstaklega hvattar til að taka þátt.
Skráning í mótið hefst mánudaginn 2.júlí á golf.is.st verður út á öllum teigum kl. 13:00 og er mæting kl. 12:00.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Stutthögga keppni í boði Eimskips. Dregið verður úr skorkortum. Ath: Raðað verður í holl og á teiga degi fyrir mót af Golfnefnd Vals, sú röðun sem birtist á golf.is ræður ekki. Á síðasta ári var fullt í mótið og því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Keppnisfyrirkomulag verður punktakeppni með forgjöf og verður hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.
Undanfarin ár hefur mótið verið fullt og færri komist að en vilja.

Skráið ykkur því fljótt.

Áfram Valur