Bikarleikur á heimavelli - Valur - FH 8.liða úrslit

Föstudaginn 13. júli kl 19:15 fer fram bikarleikur á milli kvennaliðs Vals og FH í Borgunarbikarkeppni KSÍ. Það er orðið þó nokkuð langt síðan að bikarleikur fór fram á Hlíðarenda og eins og að fótboltaaðdáendur þekkja, er andrúmsloftið á slíkum leikjum alltaf rafmagnað og því fyllsta ástæða til að mæta og upplifa stemminguna. Ekki skemmir að veðuspáin er frábær, völlurinn brakandi snilld og því allar forsendur fyrir því að þarna verði fyrsta flokks skemmtun fyrir alla aðdáendur góðs fótbolta. 

Miðaverð er 1.500.-kr fyrir fullorðna og 500.-kr fyrir börn 12-16 ára. Eingöngu A skírteini frá KSÍ gilda og engir aðrir passar, árskort eða gestalistar.

Fálkarnir verða á staðnum með sína ljúffengu hamborgara og pylsur frá Kjarnafæði og heyrst hefur að þeir verði í óvenju góðu bikarskapi og komi á óvart með dúndurtilboðum.

Valkyrjur ásamt iðkendum í 4 fl.kvk. munu bjóða upp á barnagæslu á heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna í fótboltanum í sumar. Barnagæslan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 2-6 ára og kostar 500 kr. fyrir barnið. Gæslan fer fram í sölum í Valsheimilinu, breytilegt í hvaða sal, og verða dýnur, boltar, púsl, leikföng og fleira í boði fyrir krakkana. Við hvetjum fólk til að nýta sér þessa þjónustu og mæta á völlinn.

Mætum öll og hvetjum stelpurnar í þessum mikilvæga leik.