Valur - FH Pepsídeild karla

Á sunnudagskvöldið kl.20:00 koma FH-ingar úr Hafnarfirði í heimsókn til okkar á Hlíðarenda. Leikur þessara liða hefur í gegnum tíðina verið hin besta skemmtun og búast má við hörkuleik. FH-ingar sitja í öðru sæti Pepsídeildarinnar með tuttugu stig en við Valsmenn erum í níunda sæti með tólf stig.

Fálkarnir verða á staðnum með sína ljúffengu hamborgara og pylsur frá Kjarnafæði og Valkyrjur ásamt iðkendum í 4 fl.kvk. munu bjóða upp á barnagæslu á heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna í fótboltanum í sumar. Barnagæslan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 2-6 ára og kostar 500 kr. fyrir barnið. Gæslan fer fram í sölum í Valsheimilinu, breytilegt í hvaða sal, og verða dýnur, boltar, púsl, leikföng og fleira í boði fyrir krakkana. Við hvetjum fólk til að nýta sér þessa þjónustu og mæta á völlinn.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs.